top of page

Annað sjónarhorn II/A Different View II

Ég vann sýninguna að mestu leyti á þessu ári. Á sýningunni eru málverk á striga og pappír þar sem viðfangsefnið er landslag á Suðurlandi og aðrir áfangastaðir. Ferðir manneskjunnar skapa áhugaverðar tengingar. Áferð, rými og saga, persónuleg og almenn spila inn í upplifun verkanna. /Most of the work is from this year 2022. Paintings on canvas and paper inspired by landscape in the South of Iceland.


Hjartastaður

Í sveitinni minni í Rangárvallsýslu á Suðurlandi sit ég við glugga og horfi út. Sé hvernig landslagið er síbreytilegt eftir veðri og þokan læðist yfir. Reyni að fanga réttu litina og koma til skila stemmningu og áhrifum sumarsins. Því meira sem ég horfi út í mosaþakið hraunið með fjöllin í fjarska finnst mér sjá móta fyrir manneskjum. Þær eru kyrrar og hljóðar.


Place of the heart

I can see how the landscape changes along the weather as I sit inside by the window looking out. I‘m in Rangárvallasýsla in the South of Iceland, a place I know by heart. I try to grasp the colors and mood of summer on the canvas and paper. The more I look out through the mist, on the lava rocks covered with moss, I see people. They are quiet and calm.


Áfangastaður

Ég er með Suðurland í hjartanu og fjöll og firðir í öðrum landshlutum eru mér framandi. Þeim fylgja hættur við hvert fótmál, snarbrattar hlíðar og há fjöll við úfinn sjó. Samtímis líka tignarleg djúp fegurð og stilla. Það er gott að fara á nýja áfangastaði.


Destination

I have the south of Iceland in my heart. Mountains and fjords in other parts of the country are unfamiliar to me. Danger at every footstep, steep slopes and high mountains facing a rough sea. At the same time graceful, quiet and deep sublime beauty surrounds them. It is necessary to reach new destinations.
Áferð

Það er krefjandi að mála landslag á Suðurlandi. Svo margir sem hafa málað það áður og mikil saga innbyggð í túlkunina. Viðfangsefnið margbreytilegt og birtan. Ég ber olíulitinn blandaðan við vax á strigann eða pappírinn með sköfu. Ég vinn margar myndir í einu, hugsunalaust. Með því finnst mér ég ná að skila tilfinningunni sem landslagið kveikir hjá mér.


Texture

Painting landscape in the south of Iceland is demanding. So much interpretation and history involved. The subject matter complex as is the light. I use a spatula to pull the oil color mixed with Cold Wax on the canvas or paper. I work on numerous pieces at a time without thinking. It seems right and the landscape isn‘t too predictable or precious.
Manneskjur á ferð

Þegar manneskja er máluð inn í landslag öðlast það sögu og merkingu. Tilfinningar og tengsl myndast og tíminn fer að skipta máli.


The Travellers

When a person is painted into a landscape, it takes on history and meaning. Feelings and connections are formed and time becomes important.

38 views0 comments

Comments


bottom of page